Fáránlegt: 10 ótrúlega yfirhlaðin farartæki

Það er erfitt að segja til í raun hvers vegna bílstjórar yfirhlaða svo farartæki sín sem raun ber vitni hér að neðan. Jafnvel skortur á eldsneyti? Eru allir í svona mikilli tímaþröng? Kannski ekki til fleiri bílar? Af hverju gerir fólk þetta og hvernig er að keyra svona yfirfulla bíla?

Hvað með þá lúmsku list að halda jafnvægi á reiðhjóli í slíkum aðstæðum? Eru þetta allt fimleikameistarar? Jafnvægissnillingar? Er fólk að ögra þyngdaraflinu? Hvað er AÐ þessu fólki eiginlega? Hvað varð um þá hugmynd að fara tvær ferðir?

Sjá einnig: 10 ógeðslegir hlutir sem fólk borðar

Hversu mikið álag er hægt að leggja á blásaklaus farartæki og hversu margar ferðir er hægt að fara áður en farartækin hreinlega gefa undan þunganum? Hér fara nokkrar myndir af erlendum ofurhetjum – sem virðast kunna upp á hár hvernig á að spila á eðlisfræðilegar takmarkanir farartækja – en fleiri myndir má skoða á Bored Panda:

#1 – Einhvers staðar í Sahara eyðimörkinni gerðist þetta:

overcharged-vehicles__880

 

#2 – Í Shanghai eru menn enga stund að ferja varning milli staða:

The-most-overloaded-vehicles-of-all-times.3__880

 

#3 – Afríka hér og það er ekki laust við að ég sé orðin hálf skelkuð:

355__880

#4 – Víetnam … eggjaflutningur:

overloaded-vehicles-around-the-world-10__880

#5 – Hangzou – Umhverfið gerir að þetta er eins og sena úr hryllingsmynd

The-most-overloaded-vehicles-of-all-times.__880

#6 – Hákarl á ferð og flugi; sennilega á leið í eldhúsið

walvishaai-op-transport-4365__880

#7 – Kína: Hann er sennilega að byggja hús, þessi …

244__880

#8 – Vung Tau, Vietnam: Gargandi gæsir á leið til slátrunar

vietnam_geese1__880

#9 – Kambódía: Jafnvægið skiptir öllu. ÖLLU!

IMG_47981__880

#10 – Fuglaflutningur: Ef Heilbrigðiseftirlitið nú bara vissi … !

overloaded-vehicles-around-the-world-81__880

SHARE