Fimm frábærar Android viðbætur fyrir svefnvana foreldra

Mér er enn í fersku minni fyrstu vikurnar og mánuðurnir. Ég á tvö börn sjálf og þekki andvökunætur, eyrnabólgur, magakveisur og hinar eilífu spurningar sem alla foreldri þyrstir að finna svör við; Er þetta eðlilegt? Er í lagi með barnið mitt? Hvernig fæ ég hnoðralinginn þann arna til að sofna? Hvað er hæfilegur lúr? Hvern get ég spurt að þessu? 

Sællrar minningar (og ég átti ógrynni bóka, fagrita, bæklinga og Guð má vita hvað) fletti ég stöðugt og stanslaust upp í hinum ýmsu fræðum. Í þá daga (það er ekki svo langt síðan, nei) voru snjallsímar ekki til. Þeir voru einfaldlega ekki komnir á markaðinn.

Á ferðalagi mínu um vefinn í dag rakst ég á skemmtilegar viðbætur sem allar eiga það sameiginlegt að vera hannaðar með þarfir nýbakaðra foreldra í huga; þeirra sem eru í dag rétt eins og ég var sjálf fyrir einum sex árum. Svefnvana, yfirmáta hamingjusöm, ógurlega ábyrg og staðráðin í að koma barninu á legg.

 

Þekkir þú viðbæturnar? Segðu okkur frá því á Facebook!

 

babymonitor

Baby Monitor 

 Þetta litla app er ekki bara barnapía, heldur býður einnig upp á svefndagbók, sem skráir svefnmynstur barnsins og hversu lengi lúrinn varði hvern dag. Appið býður upp á heildræna svefnráðgjöf fyrir foreldra með ungabörn; hvernig best er að haga háttatíma, öryggi barna sem sofa í rúmi foreldra sinna, hagræðing í svefni og merki um heilbrigðan svefn og fleira. – 4.2 stjörnur: Smellið HÉR

 

 

Baby SootherBaby Soother

Verulega handhæg viðbót fyrir örþreytta foreldra og sérstaklega handhægt verkfæri á ferðalögum, þar sem umhverfishljóðin eru önnur en barnið á að venjast. Appið geymir fjölmargar vögguvísur og sefandi lágtíðnihljóð, sem ætlað er að líkja eftir þeim hljóðum sem barnið heyrir í móðurkviði. Ryksuga, hárþurrka, þvottavél, rólyndur hjartsláttur, öldugangur, klukkutif og lækjarnið er að finna á listanum. Einnig er hægt er að taka upp og syngja eigin vögguvísur og spila fyrir barnið.  – 4.3 stjörnur: Smellið HÉR

 

 

sleep tracker
Baby Sleep Tracker

Einfalt, stórsniðugt og handhægt fyrir örþreytta foreldra. Skráir niður svefnmynstur ungabarns – einfalt í notkun – þegar barnið vaknar smellir foreldri á hnappinn “Woke Up” og þegar barnið sofnar aftur smellt á “Fell Asleep” hnappinn. Hægt er að notast við viðmiðunarglugga, sem sýnir svefnmynstur barnsins milli mánaða – lengd vöku- og svefntíma.  – 3.7 stjörnur – smellið HÉR

 

 

 

babycenterMy Baby Today 

Heilræn dagbók sem býður upp á skráningu alls; ráðgjöf fyrir foreldra, myndaalbúmi og tékklista. Þarna er að finna svör við spurningum á borð við: “Er þetta eðlilegt?” og almennar upplýsingar um heilsu barna og öryggisatriði sem hafa verður í huga við umönnun ungabarna, með húmorísku ívafi og tillögum að uppbyggilegum úrræðum fyrir örþreytta og nýbakaða foreldra.  – 4.2 stjörnur: Smellið HÉR

 

 

 

baby web md

WebMD Baby 

Uppfletti-viðbót sem er sniðin að þörfum nýbakaðra foreldra sem þurfa á ráðgjöf og upplýsingum um heilsufar ungbarna að halda. Býður upp á “tip of the day” frá lækninum, myndbönd, fræðslu og fleira sem viðkemur velferð ungbarna. Ráðgjöf um uppeldi, fræðsla til mæðra, upplýsingar fyrir feður, punktar um ofnæmi og algenga kvilla, almenna velferð og margt annað. – 4 stjörnur: Smellið HÉR

 
SHARE