Finnst þér þetta fyndið?

Margir áttundu bekkingar í Roseland skólanum í Ontario í Kanada eru leiðir og reiðir þessa dagana vegna ótugtarlegs hrekks sem tveir kennarar gerðu þeim.

Í síðustu viku tilkynntu þeir börnunum að farið yrði í skólaferðalag til Disney World í Flórida í lok skóla nú í vor. Börnin voru send heim með kynningarbækling um ferðina og blöð til að fá leyfi og undirskrift foreldra. Þeir sýndu börnunum myndband af dýrðinni sem þau ættu í vændum. Að lokinni sýningu á myndbandinu fengu þau að heyra sannleikann. Allt í plati. Þau voru alls ekki á leið til Florída. Þau fengju að fara í keilu niðri í bæ.

Til að bæta gráu ofan á svart tvoru þessir lærimeistarar með myndavélar á lofti og náðu nærmyndum af mörgum nemendum sem sýna vel vonbrigði þeirra og líðan þegar þau fengu fréttirnar. Og myndirnar settu kennararnir á iPad-inn til þess að fleiri gætu skemmt sér við að horfa á börnin.

Talsmaður skólans sagði í viðtali við dagblað í Kanada að framkoma kennaranna sé óþolandi og lýsi ótrúlegu dómgreindarleysi. Ekki sé furða þó að börnin og fjöskyldur þeirra séu reið og leið.

Í viðtalinu segir líka að kennararnir hafi viðurkennt dómgreindarleysi sitt og segjast sjá eftir þessu.

Skólastjórn hyggst ekki aðhafast frekar í málinu og mun ekki reka þá.  Mikill fjöldi fólks bæði foreldrar og aðrir hafa hringt eða skrifað skólastjóranum og fordæmt hegðunina.

Samtök kennara í Ontaríó eru heldur ekki hress með hegðunina. Kennarar hafa átt og eiga enn í samningaviðræðum um kjaramál og hefur ýmislegt gengið erfiðlega í skólastarfinu þetta skólaár. Ekki bætir þessi uppákoma viðhorf almennings til kennara.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here