Ég átti fisk í frystinum og tók hann út til að hafa í matinn en vegna einskærrar leti nennti ég ekki í búð, svo ég ákvað bara að galdra fram fiskrétt úr því sem leyndist í ísskápnum.

Það heppnaðist líka svona vel, var étið upp til agna og bóndin stundi af unaði við hvern bita og bað mig í guðanna bænum að skrifa þennan niður og deila honum með heimnum svo heimurinn yrði betri.

Hér kemur uppskriftin og ég reyni að gefa ykkur hlutföllinn en ég mæli ALDREI neitt!

Uppskrift:

800 gr ýsa eða þorskur
Köld piparsósa
hálf krukka fetaostur í kryddlegi
hálfur beikon smurostur
Slatti af rifnum parmesan
Gul paprika í litlum bitum
Rifin ostur
Svartur pipar
Olía

Aðferð:

Skvetta smá olíu í eldfast mót raða fiskbitum í og krydda með pipar. Sulla köldu piparsósunni yfir, ég sulla þokkalega vel yfir. Dreifa fetaostinum yfir, raspa parmesan, skvetta beikonsmurosti hér og þar. Dreifa gulri papriku yfir og svo að lokum rifin ostur yfir herlegheitin.

Baka í ofni við 180° í 20 mín

Geggjað að hafa gott salat með.

Unaðsleg máltíð.

 

Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og a þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiðin miðaldra kvenna, með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar motto er jákvæðni út í cosmmosið því af lífnu hefur hún lært að jákvæðni kemur manni ansi langt!

SHARE