Fiskur í mæjó, hrikalega gott.

Þegar ég var að alast upp var ekki mikið um peninga á heimilinu en mamma mín var einstaklega útsjónarsöm og gerði margt til þess að við fundum ekki fyrir peningaleysinu.

Þegar hún var með soðna ýsu þá sauð hún tvöfaldan skammt og var með afganginn í mæjó daginn eftir.

Trúið mér fiskur í mæjó er geggjaður, það má alveg gera þetta við lax og aðrar tegundir.

Hráefni:

Afgangur af soðnum fiski (kaldur)
Afgangur af soðnum kartöflum (kaldar)
Majónes…. magn eftir smekk mér finnst gott að hafa mikið.
Sítróna
Grænmeti að eigin vali t.d paprika, agúrka, tómatar….
2 Harðsoðin egg ( köld)

Aðferð:

Kalda fiskinum og kartöfunum sem búið er að brytja í hæfilega stóra bita er raðað í form.

Majónesi smurt yfir eins og þegar gerð er brauðterta, persónulega finnst mér betra að hafa aðeins meira en minn.

Grænmeti, egg og sítrónur skorið að vild og raðað oná bæði til skreytinga og til að bragðbæta.

Látið standa í ískáp ca 30 mín áður en borið fram.

Geggjað að kreista svo sítrónuna yfir og njóta í botn.

 

SHARE