Vegir Beyoncé eru með öllu órannsakanlegir, en ekki fyrr hefur poppdívan gefið út tvo nýja metsölusmelli, farið fram úr tilnefningum Dolly Parton til Grammy verðlauna en dívan setur á markað glæsta naglalínu í öllum regnbogans litum í samvinnu við Lisu Logan og snyrtistofuna NCLA, sem hefur löngum sinnt handsnyrtingu söngkonunnar.

.

beyonce gif1

.

Mynstrin, sem eru tilvísun í köflóttu skyrtuna sem Beyoncé klæddist í myndbandinu Flawless, regnbogamynstrin sem sjá mátti bregða fyrir í myndbandinu Blow og glitrandi Tom Ford undirfatnaðinn og netsokkabuxurnar sem söngkonan klæddist á sviði við afhendingu MTV Music Awards 2014 – að ógleymdu götukrotinu sem sjá mátti í myndbandinu H-Town Vicioius er öll að finna í seríunni, sem telur fjögur mynstur alls.

.

beyonce gif2

.

Ef frá er dreginn sá örskammi tími sem tekur að smella nöglunum á, er hönnunin öll gerð með það í huga að sem skemmstan tíma taki að ganga frá þeim. En eins og Logan sjálf segir, er aldrei að vita hverju Beyoncé tekur upp á næst, hverju henni langar að klæðast eða hver hún vill vera þann daginn. Þess vegna er naglaskrautið hannað með það eitt í huga að sem skemmstan tíma taki að setja það á.

.

beyonce gif3

.

 

Naglaskrautið má nálgast gegnum vefverslun Beyoncé sjálfrar á shop.beyonce.com en hér er beinn tengill á naglaskrautið sem kostar litla 18 dollara hver pakki, eða heilar 2.250 íslenskar krónur að frádregnum sendingarkostnaði.

.

beyonce gif4

.

Grammy 2015: Þessi eru tilnefnd til verðlauna

Myndir úr afmæli dóttur Beyoncé

Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.

SHARE