Hin 29 ára gamla Susan elskaði einu sinni kjúklingaborgarann á MacDonalds og þegar hún var unglingur fór hún að djamma með vinum sínum og staupaði vodka eins og allir hinir.

Það breyttist hinsvegar þegar hún fór til Indlands þegar hún var 21 árs og fékk óbilandi áhuga á jóga. Þegar hún kom heim aftur ákvað hún að gerast grænmetisæta og lærði að verða jógakennari.

Screen shot 2013-10-13 at 19.46.03

„Ég fór og fékk mér að borða á kaffihúsinu Red Sugar í Edinborg sem býður upp á hráfæði. Eigendurnir sögðu mér aðeins frá þessu mataræði og ég fór heim og las mér til og ákvað svo að láta á þetta reyna. Ég fann svo mikinn mun á mér, á nokkrum dögum, að það var ótrúlegt svo ég hef gert þetta síðan. Ég hef ekki borðað heita máltíð í 7 ár“, segir Susan.

Susan segir að fólk hafi haft orð á því hversu góð lykt sé af henni, hún sé með frábæra húð og sé ungleg.

Screen shot 2013-10-13 at 19.45.43

„Ég legg mikla áherslu á fljótandi fæði, græna djúsa, þeytinga, súpur og fleira. Ég reyni að fá eins mikið grænt grænmeti og ég get. Ég borða ávexti daglega og einstaka sinnum fæ ég mér hnetur, fræ og kókos“, segir Susan en hún tekur þennan lífstíl mjög alvarlega og er meira að segja búin að fá foreldra sína og kærastann sinn, sem er 21 árs til þess að prófa mataræðið líka og útbjó meira að segja jólamatinn fyrir þau seinustu jól.

Screen shot 2013-10-13 at 19.45.52Heimildir

 

 

 

SHARE