Fólk sem hefur flogið á hausinn

Í stað þess að mynda fólk í sínu fínasta pússi, ákvað ítalski ljósmyndarinn Sandro Giordano að taka myndir af þeim „ekki upp á sitt besta“.

Myndaseríuna kallar hann In Extremis (bodies with no regret) en þar er fólki stillt upp eins og það hafi flogið á hausinn í miðjum klíðum við að gera eitthvað. Það eru mörg smáatriði á myndunum sem þið skuluð endilega taka eftir. 

Sandro notaði ekki photoshop við vinnslu myndanna og hver og ein mynd er saga út af fyrir sig.

Innblásturinn að þessum myndum segir Sandro að hafi verið hjólreiðaslys sem hann lenti í sjálfur. Seinna talaði hann við vin sinn sem hafði brotið á sér fótinn. Hann sagðist þá hafa tekið eftir ákveðnu mynstri hjá fólki sem lenti í svona, það var allt að reyna að passa upp á hlutina sína í fallinu, frekar en líkama sinn.  

 

SHARE