DIY: Frá óspennandi í spennandi

Ég þori að veðja að á lang flestum heimilum þá er til svona silfurlitaður stálbakki. Ekki beint sá mest spennandi ekki satt? En vissir þú að þú getur gert þennan bakka virkilega flottan?

Ég byrjaði á að sprayja hann bronslitaðan og bara við það varð bakkinn smá meira spennandi, en ég var ekki búin.

Ég keypti þetta svo þetta sérstaka spray sem þekur ekki alveg heldur verður áferðin eiginlega “brotin” þannig að brons liturinn kemur í gegn. Svo fór ég yfir með lakk spray. Dálítið flott ekki satt?

 

 

Ég heiti Kristbjörg og ég er 2 barna móðir sem elskar föndur, að skapa með höndunum, að búa til eitthvað úr engu og að reyna að auðvelda mér lífið með því að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.

SHARE