Frábærar dúkkur fyrir fötluð börn á markað sökum þrýstings foreldra

Mætti samfélagsmiðla virðast nær engin takmörk sett og þannig má oft nota Facebook til að hrinda af stað jákvæðum og uppbyggilegum umbreytingum sem geta gjörbylt lífi barna sem búa við daglegar takmarkanir sökum fötlunar af ýmsum toga.

Nýleg samfélagsmiðlaherferð sem bar heitið Toy Like Me var þannig sett upp í þeim tilgangi að þrýsta á meiri fjölbreytni í  leikfangaframleiðslu, t.a.m. leikföng fyrir börn sem eru með fatlanir af ýmsum toga. Herferðin sýndi þannig ljósmyndir frá foreldrum víðsvegar að úr heiminum, sem öll sem eitt höfðu umbreytt núverandi leikföngum barna sinna svo þau mættu endurspegla fötlunarstig barnanna og líkjast þeim þannig fremur.

Sjá einnig: „Venjuleg Barbie“ með slitför, bólur og appelsínuhúð á markað

enhanced-6729-1431721319-7

Leikfangaframleiðandi nokkur í Bretlandi, Makies, svaraði samfélagsmiðlaherferðinni og hóf framleiðslu á aukahlutum fyrir hefðbundnar dúkkur; sérhönnuð heyrnartæki, blindrastafi og göngugrindir svo eitthvað sé nefnt en einnig setti Makies á markað sérstaka dúkku með valbrá – sem er stór fæðingarblettur sem iðulega myndast á andliti.

grid-cell-19143-1431727355-8

Þeir sem til þekkja fyrirbærið Build-a-Bear, sem er í raun bangsverksmiðja sem þar sem börnum er boðið að taka virkan þátt í að búa til sinn eigin bangsa vita hér hvað átt er við. En á vefsíðu Makies má finna valmynd sem gerir börnum kleift að velja andlitsdrætti, hára- og hörundslit. Valmöguleikinn er frábær viðbót fyrir þau börn (og foreldra) sem kjósa síður hefðbundnar Barbie dúkkur, en fæst börn (ef þá nokkur) eiga nokkuð sameiginlegt með þeirri ágætu dúkku sem hefur verið eitt vinsælasta leikfang stúlkna víða um heim í fjölmörg ár. Þess í stað geta börn (og foreldrar) nú farið inn á vefsíðu Makies og pantað klæðskerasniðna dúkku að eigin ósk.

enhanced-13098-1431726990-5

Nýja leikfangalínan, sem mun innihalda heyrnartæki, hækjur og hjólastól – allt ef óskað er, er í þróun sem stendur en bráðlega geta foreldrar einnig sérpantað dúkku með valbrá í samræmi við þá valbrá sem börn þeirra fæddust með.

11220819_1597998943813583_8209806426279411168_n

Makies notast við þrívíða prenttækni sem gerir framleiðanda kleift að framleiða og ferma dúkkurnar með hraðvirkari hætti en hefðbundin framleiðsla býður upp á í dag, en brátt hægt að panta dúkkurnar beint frá framleiðanda, sem sendir til allra landa heims.

11188339_1596689293944548_4941504269489023862_n

Stórsniðugt þó dúkkurnar kosti skildinginn, eða litla 115 dollara hver, sem gera u.þ.b. 15000 íslenskar krónur á núverandi gengi. Á móti kemur þó að hægt er að panta bæði stráka- og stelpudúkkur og að viðbótin er einkar skemmtilega ögrandi mótvægi við þá óraunhæfu fullkomnun sem leikfangarisar á borð við Mattel og Playmobil bjóða upp á í dag, þar sem fatlanir og líkamlegir annmarkar virðast óþekkt fyrirbæri.

Lesa má meira um Makies hér en framleiðslan mun enn í þróun.

SHARE