Frægðin er ekki tekin út með sældinni

SHARE

One Direction drengirnir Niall Horan og Louis Tomlinson þurftu að skipta um símanúmer eftir að hafa verið áreittir af óþekktum einstakling. Strákarnir sögðu frá þessu á Twitter en Louis skrifaði: „Kominn tími til að skipta um númer… er að fá ógeðsleg skilaboð á Whatsapp…. Aular!“ Hljómsveitarfélagi hans svaraði strax „Ég líka vinur. Hrikalegir hlutir sem sumt fólk er að segja.“

Sjá einnig: „Geimverur sögðu mér að hætta í One Direction“

Louis, sem auðvitað var í uppnámi eftir þessi skilaboð, sló þessu nú samt líka upp í grín og skrifaði: „Við ættum kannski að skora á þessa aðila í rapp keppni og taka þá í nefið á 64 börum.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Niall lendir í of ágengum aðdáendum, en fyrir mánuði síðan kvartaði hann yfir því að einhver aðdáandi tók mynd af honum þar sem hann svaf í flugvél. Honum fannst það fullmikið af hinu góða.

niall-horan-twitter

SHARE