Freistandi hönnun: Flauelsmjúkir grjónapúðar frá Wang

Efst á óskalista þeirra vandlátu hlýtur hágæðahönnun Alexanders Wang; nætursvartir grjónapúðar og flauelsklæddur vínskápur að tróna þetta misserið. Línan kemur á Bandaríkjamarkað í febrúar og á Evrópumarkað í apríl en um algera draumahönnun er að ræða.

.

Alexander-Wang-and-Poltrona-Frau-furniture_dezeen_784_03

.

Alexander hannaði línuna í samstarfi við ítalska hönnunarfyrirtækið Poltrona Frau, en um afar sérstæða og freistandi línu er að ræða. Leðurklæddir grjónastólar sem hvíla á bronsleitum fótum líkjast í raun engu sambærilegu sem komið hefur á markað áður, en sjálfur barskápurinn sem ætlaður er undir vínföng, er flauelsklæddur hið innra og er bikasvartur ásýndar.

.

Alexander-Wang-and-Poltrona-Frau-furniture_dezeen_784_01

.

Sjálfur segir Wang að gamlir dagdraumar hafi ráðið för við hönnun hægindastólanna:

“Ég hef alltaf verið svo skotinn í þeirri hugmynd að eiga grjónapúða í kjallaranum – sú hugmynd að taka unggæðingslegan dagdraum og umbreyta hugmyndinni í hágæða hönnun freistaði mín einfaldlega.”

.

Alexander-Wang-and-Poltrona-Frau-furniture_dezeen_784_04

.

Um þann heiður að mega hanna fyrir ítalska hönnunarfyrirtækið segir Wang:

Poltrona Frau státar af svo ríkri hefð í húsgagnahönnun, þekkingu á þægindum og á sér svo langa og magnþrungna sögu í hönnunarheiminum. Handverkið sem hönnunarfyrirtækið státar af er svo verðmætt og því er ég stoltur af samstarfinu.

Grjónapúðar Wang koma á Bandaríkjamarkað í febrúar en einnig verður hægt að festa kaup á linunni víðsvegar um Evrópu í sérvöldum Wang verslunum og að sjálfsögðu verður línan einnig fáanleg í verslunum Poltrona Frau. Dásamleg hönnun sem gefur smækkaða mynd af þeim húsgagnalínum sem verða ráðandi í ár.

Hér má svo til gamans bera fylgihlutalínu Wang augum, sem mun vera númer sex í röðinni og er æði minimalísk.

 Tengdar greinar:

Ótrúlega töff húsgögn! – Font Furniture – Myndir

Kremuð þakíbúð í Berlín

The Skull: Nætursvartur hægindaskúlptúr með flauelsáklæði

SHARE