Frönsk súkkulaðikaka með æðislegu kremi

Hér er um hefðbundna franska súkkulaðiköku að ræða – sem vel flestir hafa nú hrært í á einhverjum tímapunkti. Þetta krem, maður lifandi, það er einfaldlega stórkostlegt. Unaðsleg karamella með dálitlum lakkrískeim. Eitthvað sem vert er að prófa um helgina. Nú eða bara strax í dag.

Sjá einnig: Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu

IMG_9940

Frönsk súkkulaðikaka með æðislegu kremi

Botn:

2 dl sykur

200 gr smjör

200 gr suðusúkkulaði

1 dl hveiti

4 egg

Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið saman smjörið og suðusúkkulaðið við vægan hita. Hrærið hveitinu saman við eggjablönduna og bætið svo súkkulaðiblöndunni varlega saman við. Bakið við 175° í 30 mínútur.

IMG_9902

Krem

1/2 poki Bingókúlur

1 poki karamellukúlur frá Góu

1 dl rjómi.

Allt brætt saman við vægan hita. Leyfið kreminu að kólna aðeins áður en það fer yfir kökuna.

Sjá einnig: Unaðsleg frönsk súkkulaðikaka með Dumle karamellukremi

IMG_9914

SHARE