Hver elskar ekki franskar súkkulaðikökur? Þessa fundum við á Gulur, rauður, grænn & salt og svei mér þá ef svuntan verður ekki brúkuð um helgina.

Sjá einnig: Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu

2013-03-17-11-00-53

Frönsk súkkulaðikaka með karamellukeim

200 g smjör
200 g súkkulaði 70%
150 g kókoshrásykur
4 stór eða 5 minni egg
1 dl fínt lífrænt spelthveiti eða heilhveiti

Ofaná
120 g súkkulaði 70%
3 msk rjómi

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°c.
  2. Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  3. Þeytið kókoshrásykur og egg saman þar til blandan verður ljós og loftkennd.
  4. Blandið saman spelthveiti og súkkulaðiblöndunni saman við eggjamassann.
  5. Setjið bökunarpappír í botninn á 24 cm smelluformi og hellið deiginu í formið.
  6. Bakið kökuna í miðjum ofni í 25 mínútur. Losið kökuna úr forminu og setjið á fallegan kökudisk, látið hana kólna.
  7. Bræðið súkkulaði og rjóma saman og dreifið yfir kökuna.
SHARE