Fylgstu með Jólalest Coca-Cola á laugardaginn

Nú fer að koma að því að ljósum prýddir Coca-Cola trukkar Vífilfells munu keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið, en það eru margir sem fylgjast spenntir með þegar von er á þessum gleðigjafa.

Lestin leggur af stað kl 16 á laugardaginn og verður hápunkturinn þegar hún keyrir niður Laugaveginn. Fyrir framan Bónus í Kjörgarði verður hægt að hitta jólasveininn og fá af sér mynd með honum. Gestir og gangandi fá svo gefins Coke og Hátíðarblöndu.

Þeir sem smella myndum af jólalestinni á ferð sinni um bæinn ættu endilega að merkja hana með myllumerkinu (e. „hashtagginu“) #jolalestin því nokkrar flottar myndir fá verðlaun frá Coca-Cola. Þeir sem vilja fylgjast með hvar jólalestin er staðsett seinnipartinn á laugardaginn ættu að kíkja inn á coke.is en þar verður ekki bara hægt að sjá staðsetningu hennar á korti heldur verður einnig hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu.

Þetta verður í 19. sinn sem lestin mun keyra um höfuðborgarsvæðið og er talið að á milli 10-15.000 manns fylgist með ferð lestarinnar. Jólalestin samanstendur af fimm stórum flutningabílum, sem skreyttir eru með rúmlega tveim kílómetrum af ljósaseríum. Það tekur starfsmenn Vífilfells yfir 10 klukkutíma að skreyta bílana og hjálpast allir að. Jólalestin spilar öll þekktustu jólalögin á ferð sinni um borgina og dugir ekkert minna en sama hljóðkerfi og notað er á stórtónleikum í Laugardalshöll, til koma tónum Jólalestarinnar til skila. Það ætti því ekki að fara á milli mála hvenær hún er komin í þitt hverfi.

Hverfin sem jólalestin ekur um

16:00 – 17:00

Stuðlaháls, Grafarholt, Mosfellsbær, Grafarvogur, Vogahverfi, Suðurlandsbraut, Höfðatún

17:00 – 18:00

Laugarvegur, Vesturbær, Kópavogur (byrjað í Hamraborg og endað í Smáralind)

18:00 – 19:00

Smáralind, Garðabær, Hafnarfjörður, Austurbær Kópavogs, Breiðholt og svo að lokum Árbær.

Ýtarleg leiðarlýsing:

Krókháls
Vínlandsleið
Þúsöld
Kristnibraut
Jónsgeisli
Reynisvatnsvegur
Vesturlandsvegur
Háholt og til baka
Korpúlfsstaðavegur
Mosavegur
Spöngin (stutt stopp)
Borgavegur
Strandvegur
Gullinbrú
Höfðabakki
Vesturlandsvegur
Sæbraut
Vatnagarðar
Sæbraut
Langholtsvegur
Skeiðarvogur
Suðurlandsbraut
Reykjavegur
Borgartún
Höfðatún
Laugavegur
Lækjargata
Fríkirkjuvegur
Skothúsvegur
Hringbraut
Nesvegur
Hofsvallagata
Hringbraut
Gamla Hringbraut (Barnaspítali Hringsins)
Bústaðavegur
Kringlumýrarbraut
Hamraborg
Álfhólsvegur
Engihjalli
Nýbýlavegur
Reykjanesbraut
Smáralind (Um kl. 18:15. Lestin stoppar í c.a.10 mín.)
Smárahvammsvegur
Arnarnesvegur
Bæjarbraut
Vífilstaðavegur
Hafnarfjarðarvegur
Reykjavíkurvegur
Fjarðargata
Strandgata
Ásbraut
Kaldárselsvegur
Elliðavatnsvegur
Vatnsendavegur
Rjúpnavegur
Arnarnesvegur
Fífuhvammsvegur
Hlíðardalsvegur
Lindarvegur
Reykjanesbraut
Breiðholtsbraut
Skógarsel
Jaðarsel
Suðurfell
Norðurfell
Austurberg
Suðurhólar
Norðurhólar
Vesturhólar
Höfðabakki
Norðurfell
Austurberg
Suðurhólar
Norðurhólar
Vesturhólar
Höfðabakki
Bæjarháls
Hraunbær
Rofabær
Selársbraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni. Jólalestin ekur rólega í lögreglufylgd og björgunarsveitarmenn munu ganga meðfram henni við stærstu verslunarkjarna og á Laugaveginum þar sem fólk safnast saman, til að draga úr slysahættu.

SHARE