Gamli góði lambahryggurinn stendur alltaf fyrir sínu en lengi má gott bæta, ekki rétt? Hérna er á ferðinni sparileg og ægilega gómsæt útgáfa sem fengin er af Gulur, rauður, grænn og salt.

Sjá einnig: Lambapottréttur með karrí og sætum kartöflum

lambahryggur

Lambahryggur

1 lambahryggur, skorinn í lambakórónur
1 Fetakubbur, mulinn niður
1 búnt steinselja, smátt söxuð
10 sólþurrkaðir tómatar, smátt saxaðir
1 tsk svartur pipar
2 stönglar rósmarín, fínsaxað
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
ólífuolía
salt og pipar

  1. Látið kjötborðið skera lambahrygginn í fernt. Bæði langsum og þversum. Snyrtið bitana til. Skerið fituna frá rifbeinunum og hreinsið beinin. Við höldum hins vegar fitunni ofan á hryggnum til að fá góða puru.
  2. Ef þið vijið fjóra bita með rifbeinum semjið þið við kjötborðið um að fá tvo hálfa hryggi skorna þannig.
  3. Blandið steinselju og sólþurrkaða tómata saman við fetaostinn. Kryddið með pipar.
  4. Skerið meðfram miðjubeininu á hryggnum og troðið fyllingunni í – eins miklu og þið komið fyrir. Bindið saman með matarsnæri.
  5. Blandið rósmarín og hvítlauk saman við ólífuolíu og smyrjið á bitana. Saltið vel og piprið.
  6. Setjið bitana á fat og eldið við 200 gráður í um 30 mínútur.
Facebook Comments
SHARE