Fyrsta konan í heiminum til að fæða barn á þennan máta

Hún er sú fyrsta í heiminum til að fæða barn á þennan máta.

Eins og svo mörg pör sem hafa þann draum að stofna til fjölskyldu saman, var sænska parið, Malin Stenberg og Claes Nilson engin undantekning. Það var þó mikil fyrirstaða í vegi þeirra, þar sem Malin fæddist með fæðingargalla, sem fól í sér að hún fæddist án legganga og legs. Hún gekkst undir aðgerð þegar hún var barn að aldri til þess að búa til gervileggöng, en vissi þó alltaf að hún myndi ekki koma til með að geta eignast sín eigin börn. Cales var þó ákveðinn í því að finna leið til að vinna í kringum það vandamál.

Hann fékk kærustuna sína til þess að taka þátt í tilraunarverkefni, sem aðeins 9 konur höfðu valið sér að ganga í gegnum. Hugmyndin var sú að fá leg ígrætt úr annarri konu. Áður hafði þó komið í ljós að líkamar kvenna hafna legum sem eru tekin úr látnum konum, sem höfðu gefið líffæri sín í þágu vísindanna.

Sjá einnig: Konur prófa leggangalyftingar í fyrsta sinn

61 árs kona, Ewa Roesn, sem er vinur fjölskyldunnar bauðst til þess að gefa Malin leg sitt, þar sem hún kvaðst ekki þurfa á sínu að halda lengur og vildi gefa Malin tækifæri á því að eignast sín eigin börn. 42 dögum síðar hafði Ewa gefið Malin leg sitt, sem leiddi síðan til þess að Malin fór á sína fyrstu blæðingar 35 ára gömul og ári síðar varð Malin ófrísk.

Barnið þroskaðist fullkomlega í móðurkviði, en Malin þurfti að gangast undir keisaraskurð eftir 31 vikna meðgöngu, vegna vandamála sem komu upp. Þó er ekki enn vitað hvort að það hafi eitthvað með legið sjálft að gera, en hún fæddi heilbrigðan dreng.

Sjá einnig: Hefur þú tekið afstöðu til líffæragjafar?

Nú er komið ár síðan Vincent litli fæddist og er hann heilbrigður, hraustur og hegðar sér eins og flest öll eins árs gömul börn. Malin lét síðan fjarlægja legið, svo hún þyrfti ekki lengur á mikilli hormónameðferð að halda.

Fjórar af níu konum sem gengust undir slíka aðgerð, hafa eignast börn nú þegar. Þessi aðgerð gefur þeim konum sem geta ekki eignast börn, von um að í framtíðinni þær geti gengið með sitt eigið barn.

 

 

 

b33

Sjá einnig: Kraftaverkastúlkan

b43

 

b52

 

b62

 

b71

 

 

SHARE