Fyrsti ameríski barinn á Íslandi!

Það má án efa segja að þetta með stærri og flottari börum landsins

Þann 7. Mars opnaði nýr og glæsilegur bar í Austurstræti 8. American bar er skemmtileg nýjung í flóru miðborgarinnar þar sem glæsileiki er hafður að leiðarljósi, en hönnun staðarins er fersk og flott.

Smá amerískur fýlingur í ljósunum
Smá amerískur fýlingur í ljósunum

Það voru þeir Ingvar Svendsen, Hermann Svendsen og Leifur Welding sem sáu um hönnunina og eins og nafn barsins ber til kynna er sótt í ameríska fyrirmynd.

American bar verður í samstarfi við Dirty Burgers and Ribs sem er að opna við hliðina. Þar á bæ hefur matseðillinn verið poppaður upp í tilefni á samstarfinu þannig að viðskiptavinir American bar fá sjóðheitar veitingar beint frá Dirty Burgers and Ribs.

Smellið á fyrstu myndina til að skoða myndasafnið

 

Tengdar greinar:

Amerískur Biggest Loser sigurvegari léttist of mikið

Ekta Amerískar súkkulaðibitakökur – Uppskrift

SHARE