Fyrsti í aðventu: Í dag tendra Íslendingar á Spádómskertinu

Í dag, sunnudaginn 30 nóvember, kveikja flestir Íslendingar á fyrsta kertinu á aðventukransinum sem ber heitið Spádómskertið og táknar spádómana í Biblíunni sem sögðu fyrir um komu Jesú.

Tími aðventunnar, fagurra fyrirheita, árstíðar íhugunar og í kjölfarið ómældra anna í ös jólaundirbúnings er því runninn upp með pompi og prakt, herlegheitum og rjúkandi heitum jóladrykkjum, piparkökum og ljúfri tónlist.

Ritstjórn óskar landsmönnum gleðilegrar aðventu og óskar þess að aðdragandi jóla verði ánægjulegur tími. Hér fer Lady Gaga með gullfallega jólaballöðu sem er við hæfi að flytja á svo fallegum degi sem þessum:

SHARE