Þessi æðislegi litríki kjúklingaréttur er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt 

Galore kjúklingur
1 stór kjúklingur
1 sítróna, skorin í teninga
200 g konfekttómatar
1 dl grænar ólífur
1 dl svartar ólífur
5 hvítlauksrif
2 stilkar ferkst rósmarín, saxað smátt
sjávarsalt og pipar

  1. Skerið kjúklinginn niður í bita og setjið í ofnfast mót. Penslið með ólífuolíu og saltið og piprið.
  2. Dreyfið sítrónu, hvítlauk, tómötum og ólífum lauslega yfir kjúklinginn og stráið rósmarín yfir.
  3. Setjið í 200°c heitan ofn og eldið í um 60 mínútur eða þar til hann er orðinn gylltur að lit.
Facebook Comments
SHARE