Það er gaman að poppa aðeins upp hlutina á heimilinu. Hérna má sjá sófaborð sem fékk smá upplyftingu og tekur sig vel út í stofunni. Það er áhreinu að það er ekki nauðsynlegt að henda hlutunum, heldur að leyfa hugmyndafluginu ráða ferðinni.

 

10175963_628028917270369_8081608302605020289_n

 

1012907_628028983937029_3381273399509934506_n

10156055_628029050603689_6989655048341091148_n

1013531_628029113937016_1113351105148027955_n

Það má gera margt fallegt við gömul húsgögn án þess að það kosti fúlgu.

Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.

SHARE