Lengi má gott bæta, er það ekki? Ég elska Pågen snúða. Ég elska hvítt súkkulaði. Og ég elska karamellu. Af hverju ekki að setja þetta allt í sömu sæng? Það er nú einu sinni laugardagur. Svo er líka sumar. Þá má borða góðgæti alla daga. Að minnsta kosti í mínum bókum. Verst að buxurnar mínar eru ekki sammála. En hvað um það, snúum okkur að snúðunum.

Sjá einnig: Taktu þátt í Instagram-leik Gifflar fjölskyldunnar og þú gætir unnið 100.000 krónur

IMG_3290

Þetta eru einfalt. Fljótlegt. Og sjúklega gómsætt.

Pågen kanilsnúðar með hvítu súkkulaði & karamellu

1 og 1/2 poki af Pågen snúðum

100 gr hvítt súkkulaði

1/2 poki Góu kúlur (lögg af rjóma eða mjólk til þess að bræða með)

saxaðar pekanhnetur eftir smekk

IMG_3247

Röðum snúðunum mjög þétt í eldfast mót, kökuform eða djúpan disk.

IMG_3257

IMG_3265

Bræðum hvíta súkkulaðið og slettum því vel og vandlega yfir snúðana. Fram og til baka. Út og suður.

Stingum þessu svo inn í ísskáp á meðan kúlurnar eru bræddar.

IMG_3266

IMG_3279

Karamellunni er skvett yfir á sama hátt og súkkulaðinu. Í lokin er gott að dreifa dálítið af pekanhnetum yfir herlegheitin.

IMG_3288

IMG_3296

Þetta er hættulega gott. Stökkar hnetur, silkimjúk karamella, sætt súkkulaði og dásamlegir snúðar. Hér getur ekkert farið úrskeiðis. Mmm.

Ég mæli svo eindregið með þátttöku í Instagram-leik Gifflar fjölskyldunnar. Það eina sem þú þarft að gera er að taka skemmtilega mynd af Pågen snúðunum þínum, setja myndina inn á Instagram og merkja hana #SnudarnirMinir. Það er til mikils að vinna; kynntu þér málið betur hérna. 

Mundu samt að Instagram-ið þitt þarf að vera öllum opið, svo við getum nú séð myndina þína!

Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.

SHARE