Getur þú sent sms um leið og þú keyrir? – Myndband

Sífellt fleiri umferðarslys verða af völdum þess að ökumenn eru að senda skilaboð undir stýri. Ef að við viljum draga úr fjölda fórnarlamba umferðarslysa af þeim sökum, en þau eru um 1,2 milljónir um allan heim, þá verðum við að bregðast við.
Hvernig sannfærir þú unga ökumenn um að þeir eigi ekki að senda sms um leið og þeir keyra? Með því að sanna fyrir þeim að það er slæm hugmynd: skipaðu þeim að senda sms undir stýri. Í meðfylgjandi myndbandi sjáum við viðbrögð ökunema í Belgíu við því þegar þeim var sagt að þeir verði að standast gemsaprófið til þess að fá ökuskírteini.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”HbjSWDwJILs”]

SHARE