Geymdi son sinn á háalofti heimilisins

Yfirvöld fundu Giovanni Eastwood á háalofti heimilis móður sinnar árið 2010 og sögðu þeir að þetta væri versta tilfelli af vanrækslu sem þeir höfðu séð.

Móðir drengsins, Rachel Perez, var handtekin vegna annarra ákæra. Hún talaði aldrei um að hún geymdi son sinn á háaloftinu. Það var ekki fyrr en amma drengsins hringdi sem lögreglan vissi að hann væri á heimilinu.

Þegar lögreglan kom á heimilið kölluðu þeir nafn drengsins en fengu ekkert svar. Þeir heyrðu lágt hljóð frá háaloftinu og þá fundu þeir Giovanni.

Giovanni litli var hrikalega vannærður og máttvana. Hann var á gólfinu með spýtnabraki umkringdur sínum eigin úrgangi.  Lögreglan taldi að hann hefði ekki fengið að borða í nokkra daga. Það voru þrjár vikur í að Giovanni ætti 7 ára afmæli og vóg einungis rúm 8 kg.

 

 

SHARE