Gífurleg þáttaka í Druslugöngunni – Myndir

Ríflega 11.000 manns tóku þátt í Druslugöngunni í dag, laugardag, sem var gengin að fjórða sinni í Reykjavík og víðar um landið. Var mikið margmenni komið saman á Austurvelli til að hlýða á ræðuhöld og tónlistaratriði, en slagorð göngunnar var „Færum skömmina þangað sem hún á heima“ en markmið göngunnar var einmitt það; að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning í verki gegn gerendum.

Gengið var frá Hallgrímskirkju klukkan tvö, þá niður Skólavörðustíg, Bankastræti og var staðar numið á Austurvelli þar sem við tók formleg dagskrá. Einnig var gengið til góðs á Ísafirði, Vestmannaeyjum og Akureyri en þáttakendur í göngunni voru duglegir að smella af myndum í rauntíma og deila á samskiptamiðlum.

Hér má sjá nokkur opinber sýnishorn af Instagram sem sýna ljósan fjölbreytileika mannlífsins sem þáttakendur deildu á samskiptamiðlinum í Druslugöngunni í gær – ýmist undir merkjunum #drusla eða #drusluganga en myndirnar gefa innsýn í fjölbreytileika Druslugöngunnar í ár víðs vegar um landið.

SHARE