Gjöf handa afmælisgestum

Það er aðeins farið að færast í aukana hérna að krakkar fá eittthvað með sér heim þegar þau eru að fara í afmæli. Þetta þekkist vel t.d. í Bandaríkjunum og mér finnst þetta mjög skemmtilegt, en auðvitað má hver hafa sína skoðun. Og ef þú ert nógu hugmyndarík og hefur augun hjá þér, grípur útsölugæsina þegar hún gefst, þá getur þú útbúið mjög flotta gjöf fyrir mjög lítinn pening.

Ég keypti þennan bauk af risaeðlum en því miður voru þær ekki nógu margar fyrir allan bekkinn þannig að ég bætti við nokkrum kórónum sem ég átti í föndrinu mínu. Ég viðurkenni að það tók tíma að safna saman nógu mörgum krukkum en það tókst. Ég byrjaði svo á því að líma risaeðlurnar og kórónunar á lokin og sprayjaði allt silfurlitað. Í krukkurnar setti ég Minions óvæntan poka og blöðrur.

Ég vona að krakkarnir verði ánægðir með þetta, ég var að minnsta kosti mjög ánægð (enda kostaði hver krukka mig innan við 200 kr.).

SHARE