Glæsilegt: Heimilislausir hanna fonta í fjáröflunarskyni

Gefðu manni fisk og hann verður saddur í einn dag, kenndu manni að veiða fisk og hann verður aldrei svangur aftur – einhvern veginn svona hljóðar gamla máltækið sem vísar til þess hversu mikilvæg sjálfsbjörg er.

Heimspekin sú virðist spretta þeirrar hugdettu hjálparsamtakanna Arrels Foundation að biðla til heimilislausra félagsmanna í þeim tilgangi að gefa út rithandir þeirra og selja til styrktar samtökunum. Ótrúlegt en satt; úr öllu má mat gera.

En hvernig er hægt að gera sér mat úr rithöndum heimilislausra? Jú, Arrels Foundation, í samstarfi við grafíska hönnuði, fengu tíu heimilislausa einstaklinga á götum Barcelona til að ljá þeim eigin rithönd, einn bókstaf í einu, há- og lágstafi, svo búa mætti til fonta til stuðnings samtökunum sem styðja við heimilislausa.

Kynningarstiklu má sjá hér, en sýnishorn af fontum má sjá fyrir neðan myndband: 

Útkoman er lifandi, frumleg og forvitnileg en 10 einstaklingar sem búa á götum Barcelona veittu hjálparsamtökunum fúslega rithönd sína og skópu í sameiningu með grafískum hönnuðum sérlagaða fonta sem eru til sýnis og sölu gegnum vefsíðuna Homeless Fonts en allur ágóði af sölunni rennur beint til heimilislausra.

 

Homeless Fonts má skoða og kaupa HÉR en myndir segja meira en mörg orð, hér eru sjáskot af vefsíðunni sjálfri:

 

screenshot-www.lostateminor.com 2014-11-26 16-37-26

SHARE