Glútenlaust steinaldarbrauð/paleo sem mörgum finnst voða gott – Uppskrift

SHARE

Held að flestir lesendur okkar kannist núna við hana Sólveigu sem við fjölluðum um fyrir stuttu.  Hörku dugleg kona sem ákvað að breyta um lífstíl og einnig mataræði sínu og gerir það opinberlega svo að fólk geti fylgst með árangri hennar á facebook síðu Lífstíll Sólveigar. Við sáum girnilega glútenlausa brauð uppskrift hjá henni og hún nánast sver það uppá hlaupaskónna sína, að við bólgnum ekki út við að borða þetta brauð.

Uppskrift af Steinaldar/Paleo brauði

1 dl möndlumjöl

1 dl Sesammjöl

2 dl hörfræ

2 dl sólblómafræ

1 dl sesamfræ

1 dl graskersfræ

1 dl FiberHusk

2 1/2 tsk salt

2 dl rifnar gulrætur

5 egg

1 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk matarsódi

3/4 dl olía

1/2  dl vatn

Blandið öllu saman í skál og gott að baka í silicon formi.
Bakið við 160° í klukkustund.

sólveig duglega

Þetta er hún Sólveig fyrir lífstílsbreytingu og getum ekki sagt eftir, því að þessi kona heldur áfram á hverjum degi og er öðrum til hvatningar.

SHARE