Súpur eru alltaf við hæfi á þessum árstíma, það er jú fátt betra en sjóðandi heit súpa þegar veðrið er ekki upp á marga fiska. Þessi uppskrift er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostkurli

IMG_5185

Blómkálssúpa með eplum og beikonbitum

1 stór laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 tsk timían
1 tsk steinselja
7 dl vatn
2 grænmetisteningar
½ tsk múskat
300 g blómkál
1 epli, afhýtt og skorið í teninga
1 msk sæt chilísósa, t.d. Sweet chilí sauce frá Blue Dragon
pipar
1 dós sýrður rjómi 38%
1 pakki beikon, eldað þar til stökkt
rjómi (má sleppa)

  1. Steikið lauk og hvítlauk í 1 msk af olíu þar til það er orðið gyllt á lyt. Hellið því næst vatni, grænmetisteningum, kryddi og múskati saman við.
  2. Skerið blómkálið í litla bita og látið út í súpuna ásamt eplabitum og sweet chilí sósu. Piprið ríflega og bætið við kryddum að eigin smekk.
  3. Eldið í um 25 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt. Maukið súpuna í matvinnsluvél.
  4. Kælið líttilega og bætið síðan sýrðum rjóma saman við. Hitið súpuna og berið fram með beikonkurli og rjóma.
Facebook Comments
SHARE