Gómsætt túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju

Þetta túnfisksalat er skemmtilega öðruvísi og alveg ótrúlega bragðgott. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt og mæli ég eindregið með því að þú prófir.

Sjá einnig: Æðislega gott ítalskt túnfisksalat

IMG_1572-2

Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju

2 x 400 g dósir kjúklingabaunir, vatnið tekið frá
2 x 140 g dósir túnfiskur í vatni, vatnið tekið frá
3 plómutómatar, saxaðir
1 rauðlaukur, saxaður smátt
1 búnt fersk steinselja, söxuð smátt
½ búnt fersk mynta, söxuð smátt
½ tsk fínrifinn sítónubörkur
3 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif, pressuð
3 msk fetaostur, smá olía með
salt og pipar

  1. Blandið öllu saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Berið fram með hrökkkexi.

Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.

SHARE