Þessi pastaréttur mun alveg örugglega vekja lukku. Hann er frá Eldhúsperlum

 

Lumatoni Rigati Grande al Forno (fyrir 4-6):

 • 500 gr. pastaskeljar
 • Góð ólífuolía
 • 1 laukur, smátt saxaður
 • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
 • 1 tsk þurrkað rósmarín
 • 2 dl hvítvín (eða vatn og smá sítrónusafi)
 • 2 krukkur hakkaðir tómatar (lífrænir í glerkrukku frá Sollu, eða 3 dósir)
 • 2 msk tómatpaste
 • 2 msk rjómi (má sleppa)
 • Salt, pipar og örlítið hunang eða önnur sæta
 • 1 kúla ferskur mozarella ostur
 • Rifinn parmesan ostur eftir smekk

Aðferð: Hitið ofn í 220 gráður með blæstri. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Ég notaði þessar stóru skeljar (Lumaconi Rigati Grande) sem ég fékk í Hagkaup í Garðabæ. Það væri líka gott að nota t.d penne, gnocchi skeljar eða skrúfur.IMG_1470

Á meðan pastað er að sjóða: Hitið ólífuolíu á pönnu og leyfið lauknum og hvítlauknum að malla í olíunni við meðalhita í um 5 mínútur. Kryddið með rósmarín, salti og pipar. Hellið hvítvíninu eða vatninu út á og leyfið að sjóða niður um helming. Bætið þá tómötunum og tómatpaste út á ásamt rjóma. Smakkið til með salti og pipar. Ef tómatarnir eru mjög súrir getur verið gott að setja smá sætu líka, t.d hunang. Leyfið þessu að malla í ca. 10 mínútur. Hellið vatninu af pastanu. Setjið það í eldfast mót. Hellið tómatasósunni yfir og blandið saman. Klípið mozarella ostinn í litla bita yfir pastað og rífið smá parmesan ost. Bakið í 10 mínútur. Berið fram með góðu salati og rifnum parmesan osti. IMG_1490

Facebook Comments
SHARE