Eins og ég hef áður nefnt er Hún Kata vinkona snillingur í að einfalda lífið.

Þessi réttur er frá henni og er alger snilld… einn réttur full máltíð.

Réttur sem þarf ekkert meðlæti
– Green Curry kjúklingur

Þú þarft:
Kjúkling
Kartöflur
Papriku
Kókosmjólk
Green Curry paste

Aðferð
1x Paprika, skorin í strimla. Mér finnst rauð best og fallegust í réttinn.
Olía á pönnu og paprika steikt. Þá set ég Green Currý ca. 1 1/2 matskeið.
2 – 4 kjúklingabringur skornar í strimla og skellt út í og kjúklingur steiktur þar til tilbúin.
1 dós kókosmjólk hellt yfir og suðan látin koma upp
7 – 11 kartöflur, skornar í litla báta og sett útí réttinn, læt malla í ca 10 mínútur
eða þar til kartöflurnar eru ornar mjúkar.

Ofureinfaldur réttur, góður og smá sterkur… mér finnst ekki þurfa neitt með þessu, allt sem ég þarf er í réttinum. Hef þó stundum sett afganga af þessum rétt útá hrísgrjónanúðlur og það er mjög gott… njótið!

Kveðja, Kata vinkona.

Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og a þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiðin miðaldra kvenna, með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar motto er jákvæðni út í cosmmosið því af lífnu hefur hún lært að jákvæðni kemur manni ansi langt!

SHARE