Green Curry Kötu vinkonu

Eins og ég hef áður nefnt er Hún Kata vinkona snillingur í að einfalda lífið.

Þessi réttur er frá henni og er alger snilld… einn réttur full máltíð.

Réttur sem þarf ekkert meðlæti
– Green Curry kjúklingur

Þú þarft:
Kjúkling
Kartöflur
Papriku
Kókosmjólk
Green Curry paste

Aðferð
1x Paprika, skorin í strimla. Mér finnst rauð best og fallegust í réttinn.
Olía á pönnu og paprika steikt. Þá set ég Green Currý ca. 1 1/2 matskeið.
2 – 4 kjúklingabringur skornar í strimla og skellt út í og kjúklingur steiktur þar til tilbúin.
1 dós kókosmjólk hellt yfir og suðan látin koma upp
7 – 11 kartöflur, skornar í litla báta og sett útí réttinn, læt malla í ca 10 mínútur
eða þar til kartöflurnar eru ornar mjúkar.

Ofureinfaldur réttur, góður og smá sterkur… mér finnst ekki þurfa neitt með þessu, allt sem ég þarf er í réttinum. Hef þó stundum sett afganga af þessum rétt útá hrísgrjónanúðlur og það er mjög gott… njótið!

Kveðja, Kata vinkona.

SHARE