Grillað lambalæri með bláberja- og hunangsmarineringu

SHARE

Þessi frábæra uppskrift er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

Girnilegt er það!

Grillað lambalæri með bláberja- og hunangsmarineringu
2 – 2 1/2 kg lambalæri
2 dl bláber (fersk eða frosin)
2 msk hunang
2 stilkar rósmarín
4 stilkar timían, laufin tekin af
4 hvítlauksrif
salt og pipar
olía

  1. Maukið bláber, kryddjurtir, hunang og hvítlauk gróflega saman. Kryddið með salti og pipar. Skerið raufar í lærið og hellið marineringunni yfir. Leyfið síðan kjötinu að marinerast í klukkustund eða yfir nótt, eftir því sem tími leyfir.
  2. Hitið grillið. Leggið kjötið síðan á grillið og slökkvið á brennararnum sem er þeim helmingi sem kjötið liggur á. Þá þarf ekki að pakka því inn í álpappír og kjötið fá dásamlegt grillbragð. Grillið í um 1 ½ klst eða þar til kjöthitamælirinn sýnir um 60/70°.
SHARE