Grillaðar sætkartöflur með sítrónu-kóríander dressingu

Þessar dásamlegu sætkartöflur eru frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt.

 

 

Grillaðar sætkartöflur með sítrónu og kóríander dressingu
1 kg sætar kartöflur
3 msk ólífuolía
sjávarsalt

Dressing
60 ml
15 g kóríander, ferskt
1 tsk börkur af sítrónu, fínrifinn
2 msk safi úr ferskri sítrónu eða lime
60 ml ólífuolía
sjávarsalt

  1. Afhýðið kartöflurnar og skerið í báta, langsum.  Veltið upp úr ólífuolíu og saltið.
  2. Setjið öll hráefnin fyrir dressinguna saman í skál. Geymið.
  3. Setjið kartöflurnar á grillið við meðalhita og grillið á ca. 3 til 6  mínútur á hvorri hlið eða þar til kartöflurnar eru fulleldaðar.
  4. Veltið því næst grilluðu sætkartöflunum upp úr dressingunni og berið strax fram.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE