Þessar dásamlegu sætkartöflur eru frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt.

 

 

Grillaðar sætkartöflur með sítrónu og kóríander dressingu
1 kg sætar kartöflur
3 msk ólífuolía
sjávarsalt

Dressing
60 ml
15 g kóríander, ferskt
1 tsk börkur af sítrónu, fínrifinn
2 msk safi úr ferskri sítrónu eða lime
60 ml ólífuolía
sjávarsalt

  1. Afhýðið kartöflurnar og skerið í báta, langsum.  Veltið upp úr ólífuolíu og saltið.
  2. Setjið öll hráefnin fyrir dressinguna saman í skál. Geymið.
  3. Setjið kartöflurnar á grillið við meðalhita og grillið á ca. 3 til 6  mínútur á hvorri hlið eða þar til kartöflurnar eru fulleldaðar.
  4. Veltið því næst grilluðu sætkartöflunum upp úr dressingunni og berið strax fram.
Facebook Comments
SHARE