Grillaðir kartöflubátar með guacamole og salsa

Ótrúlega góðir kartöflubátar sem koma frá Café Sigrún. 

Grillaðir kartöflubátar með guacamole og salsa

Fyrir 2 sem forréttur

Innihald

  • 2 x 150 g kartöflur (helst bökunarkartöflur)
  • 1 tsk kókosolía blandað saman við 1 tsk vatn
  • 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)

Aðferð

  1. Bakið kartöflurnar á bökunarpappír (án þess að skera þær neitt, bara eins og þær koma úr jörðinni) við 180-200°C í 45-60 mínútur.
  2. Takið kartöflurnar úr ofninum, kælið í 5 mínútur og skerið þær MJÖG varlega í báta með beittum hnífi. Passið ykkur því þær eru MJÖG heitar og hýðið vill brotna.
  3. Hreinsið allt nema um 5 millimetra af kartöflukjötinu innan úr.
  4. Leggið bátana (hýðismegin) niður.
  5. Penslið bátana með kókosolíu.
  6. Saltið og piprið (eða kryddið með öðru kryddi sem ykkur finnst gott).
  7. Bakið í 20 mínútur til viðbótar eða þangað til kartöfluhýðin eru farin að dökkna mikið á endunum (og næstum því brenna).
  8. Berið fram með guacamole og salsa.

 

Endilega smellið like-i á Facebook síðu Café Sigrún

cs_logocafe sigrun

SHARE