Grillbrauð með basil og rauðu pestó

Þetta dýrindis brauð er frá matarbloggi Önnu Bjarkar. Svakalega gott!

Grillbrauð með basil og rauðu pestó

Á ca. 2 snittubrauð

1 dl ólívuolía

1 msk. rauðvínsedik

2 msk. rautt pestó

2 msk.saxað ferskt basil

2 frosin hálfbökuð snittubrauð

 

Brauðið  er afþýtt og klofið eftir endilöngu.  Öllu í kryddolíuna er blandað saman.  Það er hægt að gera þetta nokkrum dögum áður en þú ætlað að nota löginn og geyma hann svo í ísskápnum.  Kryddolíunni er svo dreift  jafnt út á brauðhelmingana með skeið.  Þeir eru svo grillaðir á heitu grillinu, fyrst á ósmurðu hliðinni  þar til hún er ljósbrún og fallega ristuð síðan er henni snúið og ristuð í augnablik á olíubornu hliðinni. Passa sig að brenna brauðið ekki.  Brauðhelmingarnir eru svo skornir í hæfilega bita.

Endilega smellið like-i á Facebook síðu Önnu Bjarkar 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE