Eru ekki allir byrjaðir að huga að næstu sunnudagsmáltíð? Þessi uppskrift er einföld og ótrúlega ljúffeng, enda klikkar lambalærið seint. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Huggulegur haustmatur: Lambaskankar með rótargrænmeti 

IMG_1063

Grískt lambalæri með tómat- og ólífusósu

Lambalæri, ca. 3 kg.
6 hvítlauksrif
1 búnt ferskt oregano/má nota rósmarín
fínrifinn börkur og safi úr 1 sítrónu
6 msk ólífuolía
1 ½ kg kartöflur
1 dós (400 g) saxaðir tómatar
handfylli svartar ólífur

  1. Maukið hvítlauk, helminginn af kryddinu, sítrónubörkinn og klípu af salti saman. Bætið sítrónusafanum saman við og 1 msk af ólífuolíunni. Stingið göt á lambið með hníf og fyllið með kryddi og nuddið yfir allt lambið, geymið smá af maukinu til að setja yfir kartöflurnar.
  2. Setjið kartöflurnar í stórt eldfast mót, hellið yfir þær olíunni og setjið smá af kryddjurtamaukinu. Setjið lambið í mótið ásamt kartöflunum og látið í 180°c heitan ofn. Hellið safanum af kjötinu af og til yfir kjötið á meðan elduninni stendur. Hafið kjötið í heitum ofni í um það bil 2-3 klst (notið kjöthitamæli til að vera viss um rétta steikingu). Takið lambalærið úr ofninum og leyfið því að standa í smástund. Setjið afganginn af oreganó saman við kartöflurnar og hrærið vel saman.
  3. Setjið kartöflurnar í skál og haldið þeim heitum. Hellið tómötunum og ólífunum saman við safann af kjötinu og leyfið að malla í smástund.
  4. Berið lambið fram með kartöflunum, sósunni og góðu salati.
Facebook Comments
SHARE