Hér kemur einn alveg sáraeinfaldur frá henni Röggu mágkonu. Það er sannarlega hægt að gera veislumat fyrir lítinn pening og með lítilli fyrirhöfn.

Uppskrift:

1 pakki Toro bolognese gryte
1 nautakraftsteningur
1 peli rjómi
500 gr nautahakk
Rifinn ostur

Aðferð:

Bolognese gryte innihaldið er soðið í 10 – 15 mín samkvæmt leiðbeiningum á pakka en með nautakrafti og rjóma.

Nautahakkið steikt á pönnu og sett í eldfast mót. gryteblöndunni er hellt yfir hakkið og rifnum osti dreift yfir.

Bakað í ofni vip 200° í ca 20 mín.

Gott að bera fram með hvítlauksbrauði.

Þessi tilbreyting á Gryte gerir hana sparimat og borgar sig að stækka uppskrift ef þetta verður eins vinsælt og á mínum bæ!

P.s…. Smá kjaftasaga í lokinn!

Heyrst hefur að ný matreiðslubók frá Röggu sé væntanleg og að sjálfsögðu rennur ágóði í gott málefni.

P.s…. Heyrst hefur líka að það verði uppskriftir frá gestum í bókinni sem eru alsælir með að taka þátt í góðgerðaverkefni.

 

Meira seinna, verði ykkur að góðu.

Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og a þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiðin miðaldra kvenna, með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar motto er jákvæðni út í cosmmosið því af lífnu hefur hún lært að jákvæðni kemur manni ansi langt!

SHARE