Snæri/garn er ódýr efniviður og það er fullt af fallegum gþs-hugmyndum sem finna má á netinu þar sem að það er notað. Þessi ljósakróna er falleg, einföld og hægt að nota til skreytinga í næsta partý, garðveislu eða jafnvel brúðkaupi.

Það sem þarf er: blöðrur, tússpenni, skæri, snæri/garn, hvítt lím, 1/2 bolla af kornsterkju, 1/4 bolla af volgu vatni, eitthvað til að hræra með, vaselín, málningu á spreybrúsa og bali eða annað ílát til að blanda í.

1) Blaðra blásin upp. Hringur teiknaður í kringum hnútinn á blöðrunni, þar sem að ljósaperan eða annað til að lýsa upp með er sett inn.

2) Kornsterkja, lím og vatn blandað saman. Blaðran þakin með vaselíninu.

3) Snærinu dýft í límmixið og blaðran þakin með því, lárétt og lóðrétt.  Endar  settir undir vafninginn.

4) Látið þorna í sólarhring og blaðran síðan sprengd. Kúlan spreyjuð með málningu.

5) Ljósaperan sett í og kúlan síðan hengd upp eða látin liggja á borði.

DIY-String-Ball-Chandelier

DIY-String-Ball-Chandelier-1

 

DIY-String-Ball-Chandelier-2

DIY-String-Ball-Chandelier-3

Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.

SHARE