Það borgar sig að gera tvöfaldan skammt af þessum, þær eru svo góðar og svo ilma þær guðdómlega.

Uppskrift:

50 gr bráðið smjör
4 dl mjólk
1 dl súrmjólk
4 tsk þurrger
2 tsk salt
2 tsk sykur
2 rifnar gulrætur
1 dós af papriku bruchetta
50 gr hveitiklíð

Hveiti þar til deigið hættir að vera blautt.

Aðferð:

Látið hefast í allavega klukkustund. Búa til bollur, pennsla með mjólk eða hrærðu eggi, láta standa í hálftíma áður en fer inn í ofn.

Bakist við 200 gráður í 15 til 20 mín.

Geggjaðar volgar með smjöri og osti.

Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og a þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiðin miðaldra kvenna, með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar motto er jákvæðni út í cosmmosið því af lífnu hefur hún lært að jákvæðni kemur manni ansi langt!

SHARE