Gúmmíendur ógna kynhvöt kvenna

Er gul gúmmíönd að halda þér félagsskap í baðkarinu? Ef svo er þarftu kannski að íhuga það að skipta um baðfélaga.

Plastics Can Harm Your Fertility

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að mýkingarefni í plasti hefur áhrif á hormónabúskapinn og þar með kynhvötina. Efnin kallast á ensku „phthalates,“ á íslensku kölluð þalöt, en án þeirra væri plastið hart. Um er að ræða mjúkar plast-afurðir eins og sturtuhengi, regngalla, snyrtivöru-umbúðir og mjúk plastleikföng eins og til að mynda hina klassísku gúmmíönd sem hægt er að kreista vatn úr.

plastic-bottlesKonur sem mældust með hátt hlutfall af þalötum í líkamanum reyndust í yfirgnævandi meirihluta þjást af lítilli kynhvöt á meðan að konur með eðlileg hlutföll upplifðu ekki vandamál af þessu tagi.

Þalöt eru sögð hafa truflandi áhrif á hormónabúskapinn í körlum en þetta er í fyrsta sinn sem konur eru rannsakaðar sérstaklega í þessu samhengi. Þalöt virðast því hafa truflandi áhrif á bæði testosterón og estrógen samkvæmt rannsókninni, en bæði hormónin hafa áhrif á kynhvötina.

Þalöt leka úr mjúku plasti og út í umhverfið

Þalöt bindast ekki plastinu efnaskiptalega séð og leka því út í umhverfið eins og til að mynda mat, krem eða í baðvatn. Ástæðan fyrir því að plast virðist herðast með árunum er einmitt vegna þess að þalötin hverfa úr plastinu með tímanum og leka út í umhverfið þar sem þau bindast öðrum efnum.

baby_bottles_plasticsDr. Barrett sem framkvæmdi rannsóknina mælir með því að útiloka skyndibitamat og unnin matvæli í plastumbúðum til að forðast að þalöt setjist að í líkamanum. Best sé að borða lífrænt og mat sem er ekki pakkaður í plast. 

Og svo auðvitað gúmmíöndina blessuðu!

Heimild: The Telegraph

SHARE