Hækkun á verði – Er þetta eðlilegt?

Stjórnarliðar lofsyngja lífskjörin á Íslandi og rétt er það að margt er gott og meira að segja ótrúlega gott á Íslandinu góða. En það vefst fyrir sumum okkar að skilja þróunina í verðlagi miðað við þróun launa (sem þýðir í raun hækkun launa). Lítum á nokkur dæmi sem fengin eru úr athugun á verði á ýmsum vörum í verslunum Bónus árið 2007 og svo árið 2012, sem Vigdís birti á síðu sinni  http://vigdish.is/

Lítum á vörur sem framleiddar eru á Íslandi.
Árið 2007 kostar rúgbrauðspakki kr. 78 en 2012 er sama magn af sams konar vöru kominn upp í kr. 159. Varan hefur hækkað um 104%. Hvað gerðist? Er farið að blanda gullsandi í mjölið? Eða hefur mjölið hækkað um 104%
Íslenskar agúrkur kostuðu árið 2007 kr. 57 en 2012 eru þær komnar upp í kr. 134, hafa hækkað um 135% (sama magn).
500gr. af skyri frá MS kostuðu árið 2007 kr. 97 en 2012 kostar sama magn af skyri kr. 197, hefur hækkað um 99%.
léttmjólk hefur hækkað um 60%
matreiðslurjómi um 72%
heimilisbrauð frá Myllunni fer úr kr. 165 í kr. 322, hækkar um 95%
Ömmu flatkökur fara úr kr. 59 í kr. 129, hækka um 119% .

Hækkun á innfluttum vörum er yfirleitt enn meiri en þetta, enda hefur gegni $ hækkað um 105% á tímabilinu.
Bensín hefur hækkað um 101%

en

HVAÐ UM LAUNIN? 
Meðallaun (fl. 172-5) hafa hækkað um 27%.

Hvernig gengur ykkur að fá dæmið til að ganga upp? (ekki er hér tíundaður allur matarkostnaður, fatnaður á foreldra og börnin, námskeið og tónlistarnám sem gaman væri að leyfa börnunum að taka þátt í, rafmagn, hiti, rekstur bíls, afborganir af húsnæðislánum og ef til vill námslánum.

Svei mér þá, Ég held bara að þörf væri að stokka spilin almennilega og gefa upp á nýtt. Mér sýnist við vera með léleg spil á hendinn, ég segi pass.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here