Hættulega góð bananaostakaka

Þessi girnilegheit eru fengin af Eldhússögum – sem er eitt af okkar uppáhalds matarbloggum. Þessa köku er alveg bráðnauðsynlegt að prófa. Hún er svo girnileg að það er freistandi að sleikja tölvuskjáinn.

img_0124

Bananaostakaka

Botn:

 • 300 g kex með vanillukremi (ca. 25 kexkökur)
 • 120 g smjör

Smjör brætt og kex mulið í matvinnsluvél eða mixer og því blandað saman við smjörið. Sett í bökunarform með lausum botni og blöndunni þrýst i í botninn og aðeins upp í hliðar á forminu. Sett inn í ísskáp á meðan fyllingin er búin til.

Sjá einnig: Frosin ostakaka með Dumle karmellukremi og makkarónubotni

img_0107

Ostakaka:

 • 400 g rjómaostur, við stofuhita
 • 2/3 dl sykur
 • 1/2 dl maizenamjöl eða önnur sterkja
 • 3 egg
 • 1 vanillustöng, klofin í tvennt og kornin innan úr báðum helmingunum skafin úr með beittum hníf
 • 1 dl rjómi
 • 3 meðalstórir mjög vel þroskaðir bananar, stappaðir

Borin fram með:

 • karamellusósu (t.d. Dulce de leche)
 • þeyttum rjóma

img_0116

SHARE