Einhverjir eru sennilega búnir að rífa fram grillið nú þegar og ef ekki má nú aldeilis sækja það til þess að fleygja þessum borgurum á grindina. Hvílíkt hnossgæti. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Ítalskur hamborgari með basil majónesi

IMG_2047-2

Guðdómlegir borgarar

Fyrir 4-6
6 hamborgarar, t.d. 120 g. frá Kjarnafæði
6 hamborgarabrauð
ostur, t.d. blámygluostur
svartur pipar
grænmeti að eigin vali

Avacadóchilísósa
1 dós sýrður rjómi
2 avacadó, afhýdd og steinninn fjarlægður
3-6 msk sweet chilí (eða meira eftir smekk)

  1. Piprið hamborgarana ríflega báðu megin og grillið. Látið ostinn á undir lokin og takið hamborgarana af grillinu þegar osturinn er bráðinn. Grillið hamborgarabrauðin lítillega.
  2. Gerið hamborgarasósuna með því að blanda saman sýrðum rjóma, avacadó og stappið avacadóið saman við. Mér þykir gott að hafa nokkra stærri bita af avacadó í sósunni þannig að ég stappa þetta gróflega en það er smekksatriði. Smakkið sósuna til með sweet chilí.
  3. Berið strax fram ásamt fullt af grænmeti og borðið með bestu lyst.

 

Facebook Comments
SHARE