Hátískuhönnuðurinn Valentino gefur út (glútenfría) matarbiblíu

Borðsiðabók tískuspegúlanta þessa heims er komin á markaðinn og hún er guðdómleg. Það er sjálfur Valentino sem ritar bókina, sem ber heitið Valentino: At the Emperor’s Table og tekur á heildrænan hátt á þeirri flóknu kúnst að velja viðeigandi borðbúnað, framreiða (glúten og sykurlausa) sælkerarétti og hafa ofan af fyrir borðgestum – allt í senn.

Innihald bókarinnar kann að hljóma tildurslega, en hafa verður í huga að Valentino er glæstur gestgjafi og hefur lagt eina fjóra áratugi að baki sem velmegandi hönnuður í heimi hátískunnar. Sviðsetning ljósmynda er guðdómleg og prýðir fjögur heimili Valentino í London, New York, Gstadd og París.

 

81Svnf5qTPL

 

Í raun er ekki hægt að fjalla um verk Valentino án þess að prýða málið með flúri, en Valentino er einmitt þekktur fyrir vandaða hönnun og glæsta samkvæmiskjóla og segir þannig aðspurður í viðtali við New York Magazine að hann byrji alltaf á grunninum:

 

81Bq-DTYseL

 

Fallegur borðdúkur og munnþurkur í stíl. Engir gestir setjast við mitt borð án þess að diskur hafi verið reiddur fram. Ef einn diskur er fjarlægður, þá ætti annar hreinn diskur umsvifalaust að vera settur á borð fyrir gestinn.

 

81ojaznHZgL

Valentino segist fylgja þessari reglu sjálfur, jafnvel þó hann snæði einsamall.

 

Þó ég sitji bara í sófanum og sé að horfa á ítalska sápuóperu. Það skiptir engu. Ég legg á borð fyrir sjálfan mig. Snyrtileg munnþurrka, borðdúkur og fallegt glas.

 

81+q9GhJfvL

Í bókinni fer Valentino einnig yfir þá kúnst að velja kerti og blómaskreytingar við borðhaldið:

 

Ef halda á matarboð fyrir átta eða tíu manns, þá vel ég fjögur kerti. Og bannað að taka ljósmyndir við matinn! Instagram er orðin svo mikil leiðindafíkn. Ég harðbanna Instagram í mínum matarboðum.

 

Valentino viðurkennir þó feimnislega í viðtali við New York Magazine að Elísabet Englandsdrottning sé í sérstöku uppáhaldi hjá honum og að fátt vildi hann fremur en að halda matarboð fyrir drottninguna svo þau gætu tekið einlægu tali í næði:

 

Bara svo við gætum sest niður og virkilega bara spjallað saman. Ég hef einu sinni hitt hana og sagði henni að svartir tónar færu hörundslit hennar verulega vel. Hún sagði mér hins vegar að hún gæti því miður bara klæðst svörtu við jarðarfarir og að við ættum bæði að stroka samtalið út. Eins og það lagði sig. Bara gleyma þessu.

 

SHARE