Hefur skráð sig inn í meðferð

Paris Jackson (20) skráði sig inn á meðferðarstöð þann 15. janúar. Þar ætlar hún sér að vinna í andlegri heilsu sinni en hún hefur verið að eiga við þunglyndi og kvíða í mörg ár.

„Eftir mjög annasamt ár, þar sem hún hefur ferðast út um allan heim, hefur hún skráð sig inn á andlega meðferðarstöð. Hún þarf að taka sér smá tíma til að hlaða batteríin og setja líkamlega og andlega heilsu sína í forgang,“ segir heimildarmaður People og bætir við að Paris sé spennt að koma til baka tvíefld.

Sjá einnig: Hræðast að Paris muni deyja vegna lyfja eins og pabbi hennar

Paris, sem er dóttir Michael Jackson, hefur alltaf talað mjög opinskátt um veikindi sín. Hún var lögð inn á spítala eftir sjálfsvígstilraun árið 2013 þegar hún var aðeins 15 ára. Hún sagði líka í viðtali við Rolling Stone að hún hefði oft reynt að taka sitt eigið líf.

„Ég hataði sjálfa mig, var með slæmt sjálfstraust og fannst ég ekki gera neitt rétt. Mér fannst ég ekki eiga skilið að lifa lengur. Þetta var klikkað. Ég var klikkuð. Ég var að ganga í gegnum erfið unglingsár og var með þunglyndi og kvíða án þess að leita mér hjálpar,“ sagði hún líka.

Í viðtalinu sagði hún líka frá því að hún hefði verið misnotuð þegar hún var unglingur af ókunnugum, mun eldri manni. Hún vildi ekki fara í nein smáatriði en sagði að þetta hefði verið mjög erfið reynsla sem hún sagði engum frá.

 

SHARE