Heimagerður rjómaís

Það hefur verið hefð fyrir því að búa til ís fyrir jólin á mínu heimili. Ég fékk uppskriftina hjá mömmu vinkonu minnar þegar ég var krakki og við höfum notað hana allar götur síðan, enda er þessi ís alveg svakalega góður.

Ég gerði þennan ís á dögunum og langar að deila með ykkur uppskriftinni. Ég tók allar myndirnar á Samsung símann minn sem er með mjög góðri myndavél en ég er kannski ekki sú besta í að taka myndir af mat, svo þið bara sýnið því skilning.

Heimagerður rjómaís

4 egg
70 gr sykur
4 dl rjómi
2 tsk vanilludropar

Aðferð: 

Byrjið á að stífþeyta eggin og sykurinn.

20161223_174933ff

 

Það verður aldrei jafn stíft og þegar maður þeytir bara eggjahvíturnar en þetta verður að ljósgulri froðu og lyftist töluvert í skálinni.

Svo þeytir maður rjómann og vanilludropa í annarri skál.

20161223_182009ff

Að því loknu, blandið þá blöndunum saman  með sleikju. Þetta þarf að gera mjög varlega í hægum hreyfingum.

20161223_182132ff

 

Þú getur svo sett hvað sem þú vilt út í ísinn. Í þetta skipti setti ég Oreokex í helminginn og pipar Nóa kropp í hinn. Báðir ísarnir voru mjög góðir og vöktu lukku.

fhjlafjdkalnjeklruilfnjalf

 

Ég set alltaf ísblönduna í botninn á ísboxinu, svo það sem á að fara út í, ísblöndu og svo koll af kolli. Enda á ísblöndu.

fdafdaffdafdbtheytehbbs

 

Ég setti smá karamelluíssósu með kexinu í ísinn.

fffdafdafajfrhlbfljabfjla

SHARE