Heimsins besta kaka – norskur klassíker

Já þú last rétt. “Heimsins besta kaka” frá Gulur,rauður,grænn og salt.com

kaka

Heimsins besta kaka
Botn
150 g smjör, mjúkt
125 g sykur
150 g hveiti, sigtað
1 tsk lyftiduft
5 eggjarauður
5 msk nýmjólk

Marengs
5 eggjahvítur
180 g sykur
100 g möndluflögur

Fylling
2 tsk vanilludropar
2 dl rjómi

  1. Hrærið smjöri og sykri vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá hveiti, lyftidufti, eggjarauðum og mjólk saman við. Hyljið bökunarform með smjörpappír og setjið deigið þar í.
  2. Gerið marengsinn með því að hræra saman eggjahvítum og sykri þar til marengsinn er orðinn alveg vel þéttur í sér í góðar 5-10 mínútur. Passið að hrærivélaskálin sé alveg hrein og þurr áður en eggjahvíturnar fara ofan í hana. Setjið marengsinn ofan á deigið og stráið svo möndluflögum yfir allt.
  3. Bakið í 175°c heitum ofni í um 40-50 mínútur. Kælið kökuna og takið úr forminu. Hrærið rjómann og vanillu saman, setjið yfir kökuna og skreytið með jarðaberjum.
SHARE