Heimsins besti grænmetisborgari

Þessi er himneskur frá Gulur, Rauður, Grænn og Salt. IMG_7816IMG_7865

Heimsins besti grænmetisborgari
1 stór sæt kartafla, afhýdd
25 g ferskt kóríander, smátt saxað (má sleppa eða nota t.d. steinselju)
15 g fersk basil, smátt söxuð
3 hvítlauksrif
2 tsk engifer, rifið fínt
70 g salthnetur, smátt saxaðar (má nota kasjúhnetur)
70 g haframjöl
1 dós (425g) soðnar kjúklingabaunir, án vökva
2 msk hörfræmjöl  (t.d. NOW ground flax seed) + 3 msk vatn, blandað saman í skál (má nota 1 egg í staðinn)
½ msk sesamolía, t.d. frá Blue dragon
1 msk soyasósa
1 tsk safi úr ferskri límónu
1 tsk kóríanderkrydd
1 tsk sjávarsalt
pipar

Hnetusmjörsósa
1 hvítlauksrif
6 msk mjúkt hnetusmjör
2,5 msk safi úr ferskri límónu
2 msk sóasósa
1-2 msk vatn (eða jafnvel meira eftir þörfum svo hún sé ekki of þykk)
1 tsk engiferkrydd
1/8 tsk chayenne pipar

 1. Rífið niður helminginn af kartöflunni og setjið í stóra skál. Skerið hinn helminginn í sneiðar og látið á bökunarplötu með smjörpappír, hellið olíu yfir kartöflurnar.
 2. Blandið út skálina með rifnu sætu kartöflunum kóríander, basilíku, hvítlauk, engifer og söxuðum salthnetum.
 3. Setjið haframjöl í matvinnsluvél og vinnið þar til það er orðið eins og gróflega malað hveiti. Setjið út í skálina með hinum hráefnunum.
 4. Látið nú kjúklingabaunirnar í matvinnsluvélina og vinnið þar til þær eru orðnar eins og þær séu smátt saxaðar, en ekki alveg orðnar að mauki. Setjið í skálina með hinum hráefnunum.
 5. Hrærið saman í annari skál hörfræmjölinu (ground flax seed) og vatni og bætið þessu saman við hin hráefnin ásamt sesamolíu, soyasósu, límónusafa, kóríender, salti og pipar.
 6. Hnoðið öllu vel saman og mótið 6-8 buff. Þrýstið þeim þétt saman og látið á ofnplötu með bökunarpappír ásamt sætu kartöflunum. Takið úr ofni og leyfið grænmetisbuffunum að kólna í um 10 mínútur.
 7. Bakið við 180 °c í um 20 mínútur, en fylgist vel með sætu kartöflunum svo þær brenni ekki við.
 8. Gerið því næst hnetusmjörsósuna. Látið öll hráefnin í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið við vatni eftir þörfum, sósan á ekki að vera of þykk.
  Berið fram með káli, tómötum, avacado og því sem hugurinn girnist.

  Athugið að sósan geymist í loftþéttum umbúðum í kæli í allt að viku og grænmetisbuffin má geyma í frysti.
SHARE