Heimsins besti hafragrautur með hindberjum og kókosmjólk

Það er alltaf aðeins meiri tími til þess að gera vel við sig svona um helgar, þá er um að gera að skella í eitthvað ljúfmeti eins og þennan hafragraut. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt

Sjá einnig: Besti hafragrautur í heimi

IMG_1375

Heimsins besti hafragrautur

180 g haframjöl (ég notaði tröllahafra)
500 g frosin hindber (eða ber að eigin vali)
2 egg
150 ml kókosmjólk, t.d. frá Blue Dragon
250 ml mjólk
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill
klípa sjávarsalt
½ bolli graskersfræ
½ bolli sólblómafræ
½ bolli möndlur, gróflega saxaðar
2 msk kókosolía, við stofuhita
2 msk hunang eða hlynsýróp

  1. Setjið berin í eldfast mót.
  2. Blandið haframjöli, lyftidufti, kryddum og salti. Blandið saman og hellið yfir berin.
  3. Hrærið því næst eggjum, kókosmjólk, mjólk og vanilludropum vel saman. Hellið yfir hafrana og berin.
  4. Gerið stökku fræblönduna með því að setja möndlur og fræ í skál og blandið kókosolíunni saman við og því næst hlynsýrópinu. Dreifið því yfir allt og bakið í um 30 mínútur við 180°c (gott er að hafa álpappír yfir þannig að blandan brenni ekki og taka hann af síðustu 5-10 mínúturnar).

Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.

SHARE